Flýtileiðir um vef:

Frétt

Hitamyndir teknar viđ eldstöđina á Fimmvörđuhálsi (29.03.2010)

Vísindamenn frá ÍSOR, fóru með aðstoð Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi föstudaginn 26. mars sl. Tilgangur ferðarinnar var að afla bergsýna af gosefnum, mæla viðnám og hita í nýju hrauni og í gosstrókum með hitainnrauðum myndavélum. Ferðin heppnaðist í alla staði vel og náðust öll markmið ferðarinnar. Verið er að vinna úr viðnámsmælingum og bergsýni hafa verið send til erlendra samstarfsaðila til greininga en sýnin verða einnig greind hjá ÍSOR. Allar þær  upplýsingar sem sýnin og mælingarnar gefa geta veitt innsýn í þá ferla sem stýra jarðhita á Íslandi.

Mynd 1 sýnir hraunfossinn sem fellur ofan í Hrunagil. Myndin er tekin af Morinsheiði á Goðalandi.

Mynd 2 er tekin sunnan við gosstöðina, í um 1 km fjarlægð frá gossprungunni.

Mynd 3 er tekin í sprungustefnu gossins og sýnir gosstrókinn, vesturbarm gígsins og hraunstrauminn í átt að Hvannárgili. Hægt er út frá þessum myndum að greina kólnun hraunsins, sjá bruna gastegunda í gosstrók og fylgjast með virkni gígsins. Línuritin sýna hitasnið á nokkrum stöðum í gegnum myndina.

Myndirnar eru teknar á FLIR ThermaCAM hitamyndavélar, sem bæði safna stökum myndum og myndskeiðum.


Frekari upplýsingar veita:
Gunnlaugur M. Einarsson, landfræðingur (8682581, gme@isor.is)
Sigurður G. Kristinsson, jarðfræðingur (6983415, sk@isor.is)

 

 

 

 


 



til baka

Ljósm: Sigurđur Ýmir Richter